Alls flugu 2,4 milljónir farþega með lágfargjaldaflugfélaginu easyJet í nýliðnum febrúarmánuði. Það er aukning um 9,4%, miðað við sama mánuð á síðasta ári, segir greiningardeild Landsbankans.

Sætanýting félagsins var 83,7% í febrúar og lækkar um rúm tvö prósentustig á milli ára

Skýringuna á samdrætti í sætanýtingu má þó að einhverju leyti skýra með því að félagið hefur fjölgað flugvélum í flugflota sínum hlutfallslega meira heldur en fjölgun farþega hefur numið.

Sætanýting Ryanair, helsta samkeppnisaðila easyJet, var 78% í síðasta mánuði, segir greiningardeildin,

FL Group á um 16,2% hlut í easyJet.

Miðað við gengi bréfa í easyJet, 382 pens á hlut, má áætla að virði hlutar FL Group sé í kringum 28,5 milljarða króna.