Tæplega 147 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í marsmánuði síðastliðnum, að því er kemur fram í frétt Ferðamálaráðs. Á fyrsta ársfjórðungi nam fjölgun farþega 10,33%, en fjölgunin á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs var viðlíka frá árinu þar á undan.

Í mars síðastliðnum voru farþegar frá landinu 65.500, en á leið til landsins voru þeir alls 66.500.

Áfram- og skiptifarþegum fækkar aðeins á milli ára. Frá áramótum hafa 378.500 farþegar farið um völlinn sem er sem fyrr segir 10,33% fjölgun á milli ára.