Í nýliðnum maímánuði fóru 173 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll sem er tæplega 4,5% fækkun á milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá flugvellinum og er birt á vef Ferðamálastofu.

Þar er vakin athygli á því að stærsta hluta fækkunarinnar, eða 5.800 af rúmlega 8.000 farþegum, má rekja til færri skiptifarþega.

Það sem af er árinu, eða til loka maí, hafa rúmlega 689 þúsund farþegar farið um völlinn. Er það nánast sami fjöldi og í lok maí í fyrra.

Nánari skiptingu má sjá á vef Ferðamálastofu.