Í nóvember síðastliðnum fóru tæplega 91.500 farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við tæplega 143 þúsund í nóvember í fyrra.

Fækkunin nemur 33,56% á milli ára.

Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu.

Þar kemur fram að um fimmtungs samdráttur hefur orðið á umferð farþega um völlinn þar sem af er ári sé miðað við sama tímabil árið 2007.

Inn í tölunum er öll  umferð um flugvöllinn og er hún ekki sundurgreind eftir þjóðerni.

Á vegum Ferðamálastofu eru taldir allir þeir sem fara úr landi og tölunum skipt niður eftir þjóðerni.

Á vef Ferðamálastofu má sjá nánari töflu um farþegafjölda í Leifsstöð.