Vegna veirusýkingar sem hefur tekið sig upp á nýju í laxeldi í Færeyjum Þarf fiskeldisfyrirtækið Bakkafrost að farga laxi að verðmæti 100 milljónir danskra króna, eða sem nemur 1.628 milljónum íslenskra króna.

ISA veirusýkingin kom fyrst upp í Noregi árið 1984, og barst hún í fiskeldisstöðvar í Skotlandi snemma árs 1989, en fyrstu 18 mánuðina olli hann tjóni sem nam 37 milljónum sterlingspunda þar í landi.

Barst sýkingin til Færeyja snemma árs 2000 og áttu þeir í basli við veiruna um langan tíma en nú hefur hún greinst á eldissvæði við Hvannasund norður á ný.

Þarf eins og áður sagði fiskeldisfyrirtækið Bakkafrost að slátra 2.000 tonnum af laxi, sem er með meðalþyngd 3,2 kg fram, í lok aprílmánaðar.

Þó ISA veiran hafi ollið þessu tjóni í Noregi og síðar í Skotlandi, töldu skosk yfirvöld hættuna í fyrstu léttvæga og litla ástæðu til að óttast útbreiðslu.

Þó barst faraldurinn hratt út um eldisvkíar víða í Skotlandi og fannst hún í viltum laxastofnum þar víða. Tækni til að greina veiruna almennilega var ekki tiltæk fyrr en árið 1993.