Útgjöld vegna kjarnastarfsemi Strætó námu 4.660 milljónum króna í fyrra, en tekjur af kjarnastarfseminni voru 1.477 milljónir. Þetta þýðir að hlutdeild farþega í rekstrarkostnaði Strætó var um 32%.

Afgangurinn greiddist af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og úr ríkissjóði. Um 10,3 milljónir farþega ferðuðust með Strætó í fyrra. Strætisvagnar byggðasamlagsins óku um 5,2 milljónir kílómetra, en inni í þeirri tölu er ekki aðkeyptur akstur sem er um 40% af öllum akstri.

Rekstrarkostnaður Strætó á hvern ekinn kílómetra hjá fyrirtækinu var um 537 krónur á síðasta ári. Þetta þýðir að strætisvagnar fyrirtækisins komast um 750 metra fyrir hvert 400 króna fargjald.

Til að setja þetta í samhengi við vegalengdir á höfuðborgarsvæðinu þarf um eitt og hálft fargjald til að fjármagna akstur milli Hlemms og Lækjartorgs. Um fimmtán fargjöld þarf til að fjármagna akstur milli Fjarðar í Hafnarfirði og Háskóla Íslands.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Stór hluti af hagnaði Arion banka er vegna sölu eigna í óskyldum rekstri.
  • Samanburður á skattkerfum OECD-landanna.
  • Skráningartækifæri á markað First North.
  • Nýr varaformaður stjórnar VÍS segir það vera frábært fyrirtæki.
  • Umfjöllun um laxveiðisumarið 2015.
  • Svipmynd af Stefáni Þór Helgasyni, ráðgjafa KPMG.
  • Vegleg jólagjafahandbók.
  • Ítarlegt viðtal við Ásdísi Höllu Bragadóttur um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um borgarpólitíkina.
  • Óðinn fjallar um Rússland.