Töluverður vöxtur hefur verið á fasteignamarkaðnum í Póllandi undanfarin ár, samkvæmt nýlegri skýrslu matsfyrirtækisins Knight Frank. Verð í stærstu borgunum hækkað um 14% síðustu 12 mánuði, en Knight Frank segir að pólski markaðurinn beri samt æ meiri einkenni kyrrstöðu.

Nokkrir vaxtarmöguleikar séu þó enn á ákveðnum svæðum. Þó vekur athygli að seinagangur við skipulagsmál eru farin að tefja fyrir framkvæmdum verktaka á sumum byggingarsvæðum og á að bregðast við því með reglugerð sem væntanlega veitir undanþágur frá skipulagsákvæðum.

Gert er ráð fyrir nokkrum samdrætti í framboði á þessu ári og er það einkum rakið til vandræða við skipulagningu. Ekki hefur tekist að ljúka teikningum að skipulagi nýrra byggingarsvæða og hafa yfirvöld tilkynnt að gerðar verði breytingar á reglugerðum til að auðvelda þessa vinnu.

Þannig verði byggingaraðilum gert kleift að halda áfram undirbúningi að sínum byggingaráformum á ákveðnum byggingarsvæðum þótt endanlegt heildarskipulag liggi ekki fyrir. Yfirvöld ráðgera að ný reglugerð taki gildi fyrir árslok.

Vegna hækkandi lóðaverðs og skorts á skipulögðum byggingarsvæðum í stærstu borgunum eru byggingafyrirtækin þegar farin að taka yfir gömul iðnaðarsvæði og leita til minni borga eins og Krakow eftir nýjum byggingarsvæðum.