Líkleg yfirtaka InBev frá Belgíu á Budweiser fellur Bandaríkjamönnum lítt í geð.

Söluverð Budwiser er 46 milljarðar bandaríkjadala. Bjórinn er framleiddur af Anheuser-Busch og starfa 30.849 manns hjá verksmiðjunum. Þar af 6.000 í heimabænum St. Louis.

Budweiser er eitt sterkasta og „amerískasta" vörumerki Bandaríkjanna. Er bjórinn svo greiptur í þjóðarsál Bandaríkjamanna að þeir eiga erfitt með að hugsa sér belgíska yfirtöku.

Fréttasíða Guardian greinir frá þessu.

Undirskriftalistar ganga nú um internetið, bandarískum Budwiser til bjargar. Hafa rúmlega 32.000 manns skrifað undir listann.

Yfirskrift undirskriftalistans er: „Farið heim InBrev, haldið peningunum í vasanum. Ameríka er ekki til sölu"