Farice ehf.
Farice ehf.
Fjármálaeftirlitið (FME) og Farice ehf., sem á og rekur tvo sæstrengi, gerðu þann 11. júlí með sér sátt vegna brots Farice á lögum um verðbréfaviðskipti. Greint var frá sáttinni á vef FME í lok síðustu viku. Með sáttinni gekkst Farice við því, sem útgefandi skráðra skuldabréfa, að hafa brotið gegn lögum með því að hafa ekki skilað inn lista yfir fjárhagslega tengda fruminnherja til FME fyrr en 16. júní síðastliðinn, þrátt fyrir áminningu um skil sem send var 25. maí 2011. Útgefendur skráðra skuldabréfa skulu samkvæmt lögum skila inn lista yfir innherja til FME eigi sjaldnar en á sex mánaða fresti. Sáttin felur í sér að Farice greiðir FME 400 þúsund krónur sem hluta af sáttagerðinni.