Farice hefur sagt upp samningi sínum við Vodafone og Símann. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er þetta gert til að uppfylla skilmála vegna skuldabréfaútgáfu fyrirtækisins sem skráð er hjá íslensku kauphöllinni, Nasdaq OMX Iceland. Ekki þótti hafið yfir allan vafa hvort að samningarnir myndu endurnýjast sjálfkrafa eftir að þeir renna út og því var tekin sú ákvörðun að segja upp samningunum. Samningunum hefur verið sagt upp frá og með október á þessu ári.

Samningaviðræður hafa staðið á milli Farice og fyrirtækjanna tveggja með hléum síðan í apríl og er stefnt að því að ljúka þeim viðræðum fljótlega eins og segir í tilkynningu frá kauphöllinni.