Stjórn eignarhaldsfélagsins Farice ehf, sem á og rekur sæstrengi til landsins, ákvað á aðalfundi þann 29. október sl. að færa tap félagsins til næsta árs. Farice á nú í viðræðum við kröfuhafa en þeir samþykktu nýlega framlengingu kyrrstöðusamnings til 3. desember næstkomandi.

Aðrar niðurstöður fundarins, og koma fram í tilkynningu til Kauphallar, voru: 1. Kynnt var skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra. 2. Ársreikningur fyrir árið 2009 var samþykktur. 3. Samþykkt var að flytja tap félagsins til næsta árs. 4. Samþykkt var tillaga um að þóknun fyrir stjórnarstörf yrði óbreytt, þ.e. kr. 75 þús. á mánuði fyrir stjórnarmenn og kr. 150 þús. á mánuði fyrir stjórnarformann.

Þá var kosin stjórn félagsins en Karl Alvarsson er formaður hennar. Aðrir í stjórn eru Egill Tryggvason, Kristján Gunnarsson, Pétur Richter og Þorgerður Marinósdóttir.