Farice tapar 3,3 milljónum evra á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er nánast það sama og félagið tapaði á fyrri hluta síðasta árs, 3,4 milljónir evra. Lækkuðu tekjur félagsins um 10% á milli ára, var það að mestu vegna verðlækkana til innlenndra fjarskiptafélaga.

Tap af rekstri félagsins nam 234 þúsund evrum, en á sama tíma í fyrra nam hagnaður af rekstri 616 þúsund evrum. Heildareignir félagsins minnkuðu jafnframt úr 90,3 milljónum niður í 86,5 milljónir.

Eigið fé félagsins nemur 33,7 milljónum sem er lækkun úr 37 milljónum evra, en skuldir félagsins lækkuðu einnig og fóru úr 10,8 milljónum evra í 6,4 milljónir evra.

Félagið gerir upp í evrum og var EBITDA félagsins 3,3 milljónir evra og afskriftir námu 3,6 milljónum evra. Eiginfjárhlutfall þess er 39%.