Farice ehf., sem á og rekur tvo sæstrengi til Evrópu, tapaði tæplega 347 þúsund evrum (41,8 milljónum króna) á síðasta ári, en árið 2016 nam tapið 11 milljónum evra (1,5 milljörðum króna).

Sala bandvíddar nam 11,2 milljónum evra borið saman við 10,9 milljónir árið á undan. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam tæplega 8 milljónum og jókst um 10,8% milli ára. Afskriftir námu rúmlega 7 milljónum evra og fjármagnsgjöld námu 3,4 milljónum.

Eignir námu 75,8 milljónum evra í árslok og var eiginfjárhlutfall 37,2%. Farice er í eigu Arion banka, Landsvirkjunar og Ríkissjóðs Íslands. Forstjóri Farice er Ómar Benediktsson.