Félagið Farice, sem sér um viðhald og rekstur sæstrengja sem tengja Ísland við umheiminn, tapaði 846 milljónum króna á árinu sem leið.

EBITDA félagsins nam 8,3 milljónum evra, eða 1,17 milljarði króna. EBITDA félagsins jókst um 9% milli ára. Þá nam rekstrarhagnaður án fjármagnsliða einhverjum 140 milljónum króna.

Tap félagsins skýrist helst af því að stærsta lán félagsins er í íslenskum krónum, meðan félagið gerir upp í evrum. Þá myndast mikið gengistap við styrkingu krónunnar, sem og hún hefur gert upp á síðkastið.

Fjármagnskostnaður félagsins nam 7 milljónum evra, eða 980 milljónum króna. Þegar rekstrarhagnaður félagsins er dreginn af fjármagnskostnaðinum nemur tapið þá fyrrnefndum 846 milljónum. Eiginfjárhlutfall félagsins er 41%.