Evrópskar hlutabréfavísitölur lækkuðu allar í dag ef horft er framhjá hlutabréfavísitölunum í Brussel og Madríd, þar sem nokkrar hækkanir urðu. Breska FTSE vísitalan lækkaði um 0,07%, franska CAC um 0,47% og þýska DAX vísitalan um 0,05%. Spænska IBEX vísitalan hækkaði hins vegar um 1,24%.

Í frétt Bloomberg segir að evrópskir hlutabréfamarkaðir sýni ákveðin merki um tímabundinn súrefnisskort. Með því er átt við að eftir töluverða hækkun í síðustu viku sé erfitt að sjá hvernig evrópsk hlutabréf eiga að geta hækkað mikið í bili og séu hugsanlega frekar nær tímabundnum hápunkti. Sérfræðingar sem Bloomberg vitnar í gefa því til kynna að hugsanlega megi eiga von á lækkunum í Evrópu á næstu dögum.