Hagnaður írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair á fjórða ársfjórðungi síðasta árs nam 14,9 milljónum evra, samanborið við tap upp á 10,3 milljónir evra á sama tíma árinu áður. Rétt er þó að hafa í huga að í lok árs 2010 þurfti félagið að fella niður fjöldann allan af flugum vegna mikillar snjókomu og ófærðar í Bretlandi.

Samkvæmt þessum tölum mun hagnaður félagsins á árinu 2011 nema 480 milljónum evra, sem er nokkuð meira en spáð hafði verið. Í afkomuspá félagsins í byrjun árs 2011, og uppfærð sl. sumar, var gert ráð fyrir hagnaði upp á 400 milljónir evra.

Í uppgjör félagsins kemur fram að ferþegagjöld hjá félaginu hafa hækkað að meðaltali um 17% á milli ára. Helstu ástæðurnar fyrir hækkuninni eru sagðar eldsneytishækkanir auk þess sem dregið hafi verið úr sætanýtingu félagsins. Þessar hækkanir urðu til þess að tekjur félagsins hækkuðu um 13% á milli ára, og námu 844 milljónum evra, þrátt fyrir að farþegum fækkaði um 2%. Alls flugu 16,7 milljónir manns með félaginu á fjórða ársfjórðungi, samanborið við 17 milljónir á sama tíma árið 2010.

Þá gerir félagið ráð fyrir frekari hækkun á eldsneytisverði, sem gefur til kynna að félagið haldi áfram að hækkað farmiðagjöld.