Í janúarmánuði verða að jafnaði 49 daglegar áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli, en í janúar í ár var meðaltalið 33 ferðir.

Á þessum árstíma eru alla jafna færri ferðamenn á ferðinni og hefur vefsíðan Túristi fundið út að finna má mjög ódýra farmiða héðan og út í heim á þessum árstíma.

Mismikið aukagjald fyrir farangur

Eru fargjöldin lægst almennt í seinni hluta mánaðarins, má til dæmis fljúga þriðju helgi mánaðarins til Edinborgar með easyJet fyrir 12.409 krónur, til Madrídar á 14.400 með Norwegian og fyrir sama verð er að hægt að fara til Búdapest með Wiss.

Helgarferð með Wow air til Stokkhólms og Edinborgar kostar litlu meira. Mismikið þarf þó að greiða aukalega fyrir farangur og handfarangursheimildin er mismunandi.

Vilníus ódýrasta borgin

Ódýrasta fargjaldið er samt sem áður með Wiss til Vilníus í Litháen, en það er 19,99 evrur, eða 2.400 krónur þann 16. janúar, sem og ódýrasta helgarflugið er til sömu borgar dagana 20. til 23. janúar, en það kostar rétt rúmlega 7.800 krónur.

Flest flug frá Keflavíkurflugvelli eru til London, ódýrustu miðarnir þangað eru hjá easyJet og Norwegian, á 5.900 krónur, en lægsta fargjaldið hjá British Airways er 7.723 krónur.

Aðeins dýrara er að ferðast með Wow air eða á 7.999 krónur, meðan ódýrasti miðinn hjá Icelandair er á 14.915. Þar fylgir þó farangurinn með miðaverðinu öfugt hjá hinum félögunum.