Farsímaeign landsmanna hefur aukist á undanförnum árum. Farsímaáskriftir voru ríflega tvö þúsund talsins árið 1994 og árið 2000 voru þær orðnar tæplega 188 þúsund.

Í lok árs 2010 voru farsímaáskriftir 341.077 talsins sem er meira en mannfjöldi landsins en 1.janúar 2011 var mannfjöldinn 318.452 manns. Áskriftum fjölgaði um 11.145 áskriftir frá árinu 2009. Árið 2010 voru fastar áskriftir 182.599 og fyrirfram greidd símkort 158.478.

Á tímabilinu 1998-2000 fjölgaði þeim um tæp 110 þúsund stykki, eða úr 79 þúsund árið 1998 upp í 188 þúsund árið 2000.

Áskriftir á hverja 1.000 íbúa árið 2010 var 1.071. Árið 2007 fór fjöldinn á hverja 1.000 íbúa fyrst yfir 1.000 áskriftir. Til samanburðar voru áskriftir á hverja 1.000 íbúa 662 árið 2000.