Tilkynnt hefur verið um að farsímafyrirtækin Nokia og Siemens muni sameina farsímaframleiðslu sína undir nýju fyrirtæki. Fyrirtækið mun nefnast Nokia Siemens Networks og er metið á 25 milljarða evra (2.363 milljarða króna), segir frétt Dow Jones.

Fjögurra mánaða aðdragandi hefur verið að samrunanum.

Samanlagt voru tekjur fyrirtækjanna 15,8 milljarðar evra árið 2005. Áætlaður sparnaður við samrunan er um 1,5 milljarður evra og vænta talsmenn fyrirtækjanna að 75% af þeim ágóða komi fram fyrir árið 2009.

Miklar vonir eru bundnar við samrunan og stendur til að fyrirtækið muni stækka við markaðsumsvif sín og auka þannig tekjur.