Auglýsingamarkaður í farsímum veltir væntanlega 2,6 milljörðum Bandaríkjadala á þessu ári sem er 80% aukning frá árinu 2011. Þrátt fyrir þennan gríðarlega vöxt á auglýsingatekjum hefur Facebook ekki tekist að finna út hvernig það eigi að ná til þeirra sem nota Facebook í farsímum sínum. Um helmingur af 845 milljónum notenda Facebook notar vefinn í gegnum farsíma. Þetta kemur fram í New York Times.

Þar kemur fram að Facebook hyggist prófa sig áfram með auglýsingar í formi borgaðrar umfjöllunar í stöðuuppfærslum í gegnum farsíma.

Notkun á samskiptamiðlum í gegnum farsíma hefur aukist gríðarlega mikið undanfarið og mun meira en í gegnum hefðbundnar tölvur þannig að Facebook þarf að stökkva á vagninn fyrr en síðar.