Farsímar virðast hafa verið vinsæl jólagjöf í ár, sé miðað við tölur Rannsóknarseturs verslunarinnar um dagvöruverslun í desember. Velta í dagvöruverslun jókst um 2,0% á föstu verðlagi í desember miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 6,0% á breytilegu verðlagi. Verð á dagvöru hækkaði um 3,8% á síðastliðnum 12 mánuðum.

Þegar rýnt er í tölurnar sést sala á farsímum hefur aukist um rúm 25,3%, sé miðað við veltu. Sala á raftækjum jókst um 8,7% og sala á húsgögnum jókst um 5,4%. Sala á fötum stóð í stað og sala á skóm dróst sman um 5,1%.