Fasteign að Þingholtsstræti 25 hefur verið auglýst til sölu , en umrædd fasteign er þekkt undir nafninu Farsóttarhúsið eða Farsóttin. Húsið var upphaflega byggt sem spítali árið 1884 og var aðalsjúkrahús Reykjavíkurborgar þar til Landakotsspítali kom til skjalanna árið 1902. Húsið hafði svo frá árinu 1970 verið notað sem athvarf fyrir útigangsmenn.

Árið 1910 keypti Reykjavíkurborg húsið og var byrjað að nýta það sem íbúðarhús. Árið 1920 var húsinu svo breytt á ný í sjúkrahús, en í þetta skiptið var sjúkrahúsinu einkum ætlað að vista farsóttarsjúklinga. Ofangreind nafngift hússins dregur því nafn sitt frá hlutverki hússins á þessum tíma.

Í fasteignaauglýsingunni kemur fram að eignin sé samkvæmt Þjóðskrá Íslands 563 fm að stærð. Þess er einnig getið að samkvæmt deiliskipulagi sé heimilt að hafa allt að fjórar íbúðir í húsinu, auk þess sem heimilt sé að byggja 186 fm hús á lóðinni. Þá kemur jafnframt fram að húsnæðið þarfnist alsherjar standsettningar að innan.