Icelandair flutti um 192 þúsund farþega í maí sl., sem er 16% fjölgun á milli ára í maímánuði. Framboð á flugsætum jókst um 24% á milli ára í maí en sætanýtingin nam 79%, samanborið við 82% á sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram í mánaðarlegum flutningstölum frá Icelandair Group. Farþegafjöldi Icelandair jókst um 16% á milli ára í fyrra þegar félagið flutti 2.020 þúsund farþega. Þá jókst farþegafjöldinn um 18% á milli ára árið 2011 og 17% á milli ára árið 2010.

Farþegum Icelandair hefur fjölgað um 15% á milli ára það sem af er þessu ári en félagið hafði um síðustu mánaðarmót flutt um 698 þúsund farþega á árinu. Þetta er í takt við áætlanir félagsins sem áður hafa verið kynntar. Framboð á flugsætum hefur aukist um 23% en hins vegar hefur sætanýting félagsins minnkað um tæp 3% á milli ára það sem af er ári.

Farþegum Flugfélags Íslands, sem jafnframt er í eigu Icelandair Group, fækkaði um 11% á milli ára í maí þegar félagið flutti um 25 þúsund farþega. Framboð félagsins dróst saman um 16% á milli ára í maí en sætanýtingin jókst um 2% á milli ára.

Farþegum Flugfélags Íslands hefur fækkað um 9% á milli ára það sem af er þessu ári en þá hefur framboðið af flugi dregist saman um 13% hjá félaginu. Sætanýtingin hefur hins vegar aukist um rúm 2%. Farþegafjöldi félagsins dróst saman um 1% á milli ára í fyrra. Hið sama gildir um sætaframboðið en sætanýtingin jókst um tæpt prósent.

Nýting flugflota sem nýttur er til útleigu en er í eigu Icelandair Group jókst um 6,45 á milli ára þegar það gerðist að allar vélar samstæðunnar voru í fullri nýtingu. Hér átt við vélar í eigu samstæðunnar, meðal annars vélar sem leigðar eru út á vegum Lofteidir Icelandic. Seldum blokktímum fækkaði um 3% á milli ára nú í maí og hefur fækkað um 9% á milli ára það sem af er þessu ári.

Fraktflug á vegum samstæðunnar, sem að mestu fer fram á vegum Icelandair Cargo, jókst um 8% á milli ára í maí og hefur nú aukist um 8% á milli ára það sem af er þessu ári.

Nýting hótelherbergja í eigu samstæðunnar jókst lítillega á milli ára í maí framboð hótelherbergja jókst um 7% á milli ára. Fjöldi seldra gistinótta jókst um 8% á milli ára í maí og hefur nú aukist um 19% á milli ára það sem af er þessu ári.