Bogi Nils Bogason sagði í síðustu viku að stór munur væri að keppa við PLAY en Wow air. Það væri vegna þessa rekstur PLAY væri mun gagnsærri en rekstur Wow air var.

„Reksturinn [hjá Play] er gagnsærri, það er stór munur. Þannig að við og önnur flugfélög sjáum miklu betur hvernig hlutirnir eru að raungerast,“ sagði Bogi Nils og bætti því við hann hefði trú á því að Play myndi lifa af.

Viðskiptablaðið bar saman farþegatölur Wow air og áætlaðan farþegafjölda PLAY árin 2022-2025. Á þeim tölum sést að PLAY gerir ráð fyrir mun hraðari vexti en Wow air náði.