Airbus 320 flugvél þýska flugfélagsins Germanwings hefur hrapað til jarðar í frönsku ölpunum nærri borginni Digne. Kemur þetta fram í yfirlýsingu franska forsætisráðherrans sem Wall Street Journal greinir frá.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá franska inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu hef­ur brak úr vél­inni fund­ist skammt frá Dig­ne.

Sam­kvæmt franska dagblaðinu Le Parisien eru 142 farþegar um borð auk áhafnar í vél­inni sem var á leiðinni frá Barcelona til Dus­seldorf.

Vél­in fór í loftið klukk­an 10 að staðar­tíma en hvarf af rat­sjám klukk­an 11.