Fram kom á fundi almannavarna í dag í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis að fjórum löndum hafi verið bætt við á lista yfir lönd þar sem lítil hætta er á COVID-19 smiti. Eins og staðan er núna eru 6 lönd á þeim lista. Þetta kemfur fram í frétt á vef RÚV .

Hingað til hafa farþegar sem hafa komið frá Færeyjum og Grænlandi ekki þurft að fara í sýnatöku á landamærunum eða í sóttkví. Frá og með fimmtudeginum bætast Danmörk, Finnland, Noregur og Þýskaland á þann lista.

„Vegna nýrra áreiðanlegra upplýsinga frá sóttvarnarstofnun Evrópu, um útbreiðslu í ákveðnum löndum, er réttlætanlegt að flýta nýrri áherslu í skimunum. Við getum núna farið að hætta skimun frá löndum þar sem áhættan er lítil,“ sagði Þórólfur Guðnason.