Allir farþegar flugfélagsins SAS frá sex ára aldri munu frá og með næstu viku þurfa að vera með grímu fyrir vitum sér í flugferðum á vegum félagsins. Forbes segir frá .

Aðgerðinni er ætlað að draga úr líkum á því að veirusmit dreifist um borð í vélunum en einnig að gera félaginu kleift að fylla sem flest sæti véla sinna.

Kvöðin er hluti af aðgerðum félagsins til að tryggja heilbrigði farþega og starfsmanna um borð í vélum þess, og gildir frá morgundeginum út ágústmánuð.

Að auki verður veikum farþegum og þeim sem finna fyrir einkennum sýkingar meinað að fljúga með félaginu, sem þó hefur sagt „afar fá“ tilvik sýkinga eiga rætur sínar að rekja til flugferða.