Farþegaflugvélin MH17 frá malasíska flugfélaginu Malaysian Airlines hrapaði í dag, skammt frá landamærum Úkraínu og Rússlands. BBC greinir frá þessu.

295 einstaklingar voru um borð í vélinni sem var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur. Fregnir herma að flugvélin hafi verið skotin niður þegar hún flaug í tíu þúsund feta hæð yfir austurhluta Úkraínu. Miklir bardagar hafa geisað á landamærunum að undanförnu.

Farþegaþotan er frá sama flugfélagi og sú sem hvarf af ratsjám og týndist fyrr á þessu ári þegar hún var á leið frá Kuala Lumpur til Peking.