Í ágúst flutti Icelandair 484 þúsund faþega í millilandaflugi. Þetta er 17% miðað við sama tíma í fyrra. Sætanýtingin í flugvélum Icelandair var 87,5% og var því eilítið lakari en í fyrra þegar hún var 89,1%. Framboðsaukningin á milli ára nam 22%.

Í innanlandsflugi flugu 36 þúsund með Icelandair í ágúst, miðað við rúmlega 33 þúsund á sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst um 17% í innanlandsflugi. Sætanýting í innanlandsflugi og Grænlandsflugi nam 71,4% og lækkaði um 6,3% milli ára. Tekið er fram í tilkynningu frá Icelandair að það hafi stafað af minni eftirspurn eftir flugi til Grænlands en fyrirtækið reiknaði með.

Seldum blokktímum fækkaði um 9%, en fraktflutningar jukust um 11% milli ára.

Fjöldi seldra gistinótta á hótelum Icelandair jukust um 11% milli ára. Seldi fyrirtækið rúmlega 36 þúsund gistinætur í mánuðinum á þessu ári. Herbergjanýting var 90,3% í ágúst 2016, miðað við 88,8% á sama tíma í fyrra.