Í mars flutti Icelandair 145.000 farþega í millilandaflugi og voru þeir 22% fleiri en í mars á síðasta ári. Framboðsaukning á milli ára í mars nam 31%. Sætanýting var 79,3% og dróst saman um 1,7 prósentustig á milli ára. Kemur þetta fram í tilkynningu frá félaginu.

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru 26.000 í mars sem er fækkun um 11% á milli ára. Framboð félagsins í mars var dregið saman um 10% samanborið við mars 2012. Sætanýting nam 74,3% og jókst um 0,5 prósentustig á milli ára.

Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 9% á milli ára. Fraktflutningar drógust saman um 2% frá því á síðasta ári. Seldum gistinóttum á hótelum félagsins fjölgaði um 29% miðað við mars á síðasta ári. Herbergjanýting var 72,17% samanborið við 70,4% í mars í fyrra.