Icelandair flutti 332 þúsund farþega í millilandaflugi í maí síðastliðnum og voru þeir 4% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér fyrir stuttu. Framboðsaukning milli ára nam 3% og var sætanýting 81,1% í mánuðinum og jókst þar með um 2,9% milli ára.

Farþegar Air Iceland Connect voru rúmlega 29 þúsund í maí og fjölgaði þeim um 12% á milli ára. Framboðsaukning hjá flugfélaginu nam 3% á milli ára og var sætanýting 67,9% samanborið við 67,2% í maí mánuði í fyrra.

Seldir blokktímar í leiguflugi jukust um 17% milli ára auk þess sen fraktflutningar í áætlunarflugi jukust um 7% frá síðasta ári.

Seldum gistinóttum á hótelum félagsins fjölgaði um 11% miðað við maí 2016. Herbergjanýting var 77% en var 79,4% á sama tíma í fyrra.