Fjöldi farþega Icelandair í október nam 353 þúsund og fjölgaði þeim um 10% miðað við október á síðasta ári.  Framboðnir sætiskílómetrar (ASK) jukust um 18%.

Sætanýting var 80,9% samanborið við við 83,4% í október á síðasta ári. Framboðin sæti voru aukin um 10% á milli ára. Sætanýting á leiðum Icelandair í Evrópu var 86,4% og jókst um 2,5 prósentustig á milli ára.  Sætanýting á leiðum félagsins til N-Ameríku var 77,8% og lækkaði um 5,0 prósentustig á milli ára.

Farþegar Air Iceland Connect voru um 28 þúsund og fækkaði um 10% á milli ára. Um miðjan maí í ár hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar og skýrir það fækkunina milli ára. Sætanýting nam 69,2% og jókst um 5,9 prósentustig á milli ára. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 18% á milli ára.

Fraktflutningar jukust um 4% á milli ára.  Framboðnum gistinóttum hjá hótelum félagsins fjölgaði um 21% á milli ára. Herbergjanýting var 85,1% samanborið við 86,3% í október 2017.