Boeing 757-200 vél í eigu Icelandair á flugvellinum í Billund í Danmörku.
Boeing 757-200 vél í eigu Icelandair á flugvellinum í Billund í Danmörku.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Icelandair flutti 213 þúsund farþega í júní síðastliðnum, samkvæmt nýjum flutningatölum flugfélagsins. Er það 21% fleiri farþegar en í júní í fyrra. Sætanýtingin nam 80,8% og stóð í stað milli ára. Farþegum Flugfélags Íslands fækkaði á sama tíma um 3% á meðan sætanýting jókst og nam 70,5%. Í tilkynningu félagsins kemur fram að flugi til Vestmannaeyja var hætt á árinu 2010 og skekkir það samanburð. Flugfélagsins til Grænlands hefur gengið vel og nemur farþegaaukning 25% milli ára.

„Seldir blokktímar í leiguflugsverkefnum drógust saman um 1% á milli ára. Seldir blokktímar jukust í verkefnum á vegum Loftleiða-Icelandic, en fækkaði hjá Icelandair Cargo vegna viðhaldsskoðana. Flutt frakt jókst um 4% sem skýrist af auknum innflutningi til Íslands. Nýting á hótelunum nam 72,6% og jókst í samanburði við júní í fyrra. Fjöldi framboðinna herbergja jókst um 12%, en á Akureyri var opnað nýtt hótel í mánuðinum,“ segir í tilkynningu frá Icelandair Group.