Í fyrra komu 14.029 farþegar til Seyðisfjarðar með Norrænu, samanborið við um 17.400 árið áður. Farþegar hafa ekki verið færri en í fyrra síðan árið 2005.

Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um fjölda bíla sem komu til landsins með Norrænu. Í svarinu eru birtar upplýsingar um fjölda farartækja og farþega á árunum 2003 til 2011.

Árið 2010 var metár, sé litið til fjölda farþega sem komu til Seyðisfjarðar með farþega- og bílferjunni Norrænu. Til samanburðar voru þeir um 10.700 árið 2003.