WOW air flutti tæplega 100 þús farþega á öðrum ársfjórðungi. Til samanburðar flutti Iceland Express og WOW air samanlagt tæplega 80 þús á öðrum ársfjórðungi í fyrra og er þetta því 25% aukning milli ára.  Sætanýting WOW air á öðrum ársfjórðungi er 82% en til samanburðar var sætanýting Iceland Express og WOW air samanlagt á öðrum ársfjórðungi 2012 63%.

„Við erum afskaplega stolt af þessum árangri.  Við höfum sett okkur þrjú lykilmarkmið sem við ætlum okkur að standa við; stundvísi, lægsta verðið og breiðasta brosið. Við viljum þakka traustið og þessi góðu viðbrögð sem farþegar hafa sýnt okkur.  Þessi árangur staðfestir það að WOW air er komið til að vera og við horfum björtum augum til framtíðar,“ segir Skúli Mogensen forstjóri WOW air í tilkynningu.