Fast-1 slhf. hagnaðist um 420 milljónir króna árið 2016. Árið áður hagnaðist félagið um rúman milljaðar. Fast-1 á meðal annars turninn á Höfðatorgi.

Húsaleigutekjur Fast-1 námu 1,6 milljörðum árið 2016 samanborið við 1,5 milljarð árið áður. Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna félagsins námu 305 milljónum árið 2016.

Matsbreyting fjárfestingareigna nam 27,6 milljónum í fyrra samanborið við ríflega 900 milljónir árið 2015. Rekstrarhagnaður Fast-1 nam 1,2 milljörðum árið 2016 samanborið við ríflega 2 milljarða árið áður.

Eignir Fast-1 í árslok 2016 námu 22,4 milljörðum samanborið við 22,2 milljarða árið áður. Félagið skuldaði í lok árs 2016 13,6 milljarða sem er svipuð fjárhæð og árið áður.

Stærstu hluthafar í Fast-1 eru lífeyrissjóðir; Gildi - lífeyrissjóður á 19,9% hlut, Lífeyrissjóður verzlunarmanna á 19,6% og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á 11,7%.