Fasteignafélagið FAST-1, sem er í rekstri VÍB, tapaði 114 milljónum á fyrstu fjórum mánuðum ársins, samanborið við 5,2 milljónir á sama tíma árið á undan.

Fyrirtækið hefur gerbreyst frá áramótum. Í lok síðasta árs námu eignir þess 4,4 milljörðum en námu í lok apríl 20,9 milljörðum króna. Skuldir voru 2,9 milljarðar króna við upphaf ársins en eru nú um 14 milljarðar.

Tekjur félagsins eru mun hærri á fyrstu fjóru mánuðum ársins í ár en þær voru á fyrstu fjóru mánuðum síðasta árs, eða 502 milljónir á móti 110 milljónum. Helsta breytingin stafar af því að FAST-1 keypti Turninn á Höfðatorgi af Íslandsbanka.