Fasteignafélögin Reitir og Eik og tryggingafélögin VÍS og Sjóvá, hækkuðu öll umfram 1 prósent í viðskiptum dagsins á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Gengi bréfa í Eik hækkaði mest allra, eða um 1,71% en Reitir hækkaði um 1,21%. VÍS hækkaði um 1,53% í 300 milljón króna viðskiptum en Sjóvá um 1,09% í tæplega 80 miljón króna viðskiptum.

Skeljungur lækkaði mest allra félaga í viðskiptum dagsins, um 2,82%. Kvika lækkaði um 1,48% í tæplega 450 milljón króna viðskiptum. Icelandair lækkaði um 1,47% í óverulegum viðskiptum upp á 10 milljónir króna

Mesta veltan var með bréfum í Marel eða um 840 milljónir króna og lækkaði gengi hlutabréfa í félaginu lítillega við viðskiptin, um 0,24%. Næst mesta veltan var með bréfum í Arion upp á tæplega 585 milljónir króna og hækkaði gengi hlutabréfa í félaginu lítillega við viðskiptin, um 0,27%. Þriðja mesta veltan var með bréfum í Festi upp á tæpleg 457 milljónir króna og hækkaði gengi með bréfum í félaginu um 0,93%.

Heildarvelta á aðalmarkaði nam 3,6 milljörðum króna í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,13% og stóð lokagildi hennar í 3.272,30.