Fasteignamarkaðurinn í Frakklandi er næsta eignabóla sem mun springa. Ef það gerist þá munu neikvæðra áhrifa af því gæta á meginlandinu og ekki útilokað að evrusvæðið sökkvi ofan í aðra niðursveiflu. Þetta segir Frank Oland, sérfræðingur hjá Danske Bank í samtali við viðskiptablaðið Börsen.

Oland segir hugsanlegt að fasteignaverð geti lækkað um allt að 20% í Frakklandi, sér í lagi í París þar sem íbúðaverð sé þrisvar sinnum hærra nú en árið 2000.

Hann bendir á að Frakkland sé annað umsvifamesta hagkerfi evrusvæðisins á eftir Þýskalandi og geti afleiðingarnar af verðhruni haft víðtækar afleiðingar í för með sér.