Verktakafyrirtæki í San Francisco berjast nú óðum um iðnaðarmenn á svæðinu. Samkvæmt fréttaveitu Bloomberg, er ekki óalgengt að smiðir, múrarar og píparar skipti um vinnustaði með stuttum fyrirvara, enda fá þeir regluleg tilboð um launahækkanir frá öðrum verktakafyrirtækjum.

Um þessar mundir er verið að byggja 930.000 fermetra af skrifstofuhúsnæði í San Francisco. Þetta er mesta aukning í byggingu á skrifstofuhúsnæði frá árinu 1980. Íbúðarhúsnæði er einnig í mikilli eftirspurn, enda soga tæknirisarnir og nýsköpunarfyrirtækin í Kísildal að sér vinnuafl.

Samkvæmt frétt Bloomberg eru tekjur verktakafyrirtækjanna allt að 1.600 dalir á fermetrann. Fasteignaveð á stórborgarsvæðinu hefur á seinustu fimm árum hækkað um 88%. Meðal verð fasteigna á svæðinu er um 712.000 dalir, en í borginni sjálfri og nærliggjandi úthverfum hennar er meðalverðið um 1,2 milljónir dollara á fasteign.

Grunnverð á nýbyggðum einbýlishúsum hækkaði um 10% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og er nú um 860.000 dollarar.