Einkahlutafélagið Naustavör sem rekur þjónustu- og öryggisíbúðir Hrafnistu er með neikvætt eigið fé upp á 410 milljónir samkvæmt síðasta ársreikningi og tap félagsins áttfaldast milli ára. Naustavör er einkahlutafélag í eigu Sjómannadagsráðs og er rekið samhliða Hrafnistu. Skuldir Naustavarar námu 4,6 milljörðum á síðasta ári en tap á síðasta ári var 244 milljónir.

„Við miðum alltaf við að dæmið muni ganga upp hjá okkur ef við höldum jákvæðu, hreinu veltufé frá rekstri til að mæta afborgunum
og langtíma viðhaldi,“ segir Ásgeir S. Ingvason, forstjóri Naustavarar. Hreint veltufé frá rekstri félagsins var hins vegar neikvætt árið 2011 um rúmar 5 milljónir. Tvö ár þar á undan var hreint veltufé jákvætt um rúmar 40 milljónir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.