Fasteignafélagið FÍ fasteignafélag hefur keypt húsið við Borgartún 25 í Reykjavík. Allt húsið er keypt fyrir utan 8. hæð þess. Tilboð var gert í fasteignina í ágúst og hefur nú verið skrifað undir kaupsamning. FÍ fasteignafélag er rekið af félagi í meirihlutaeigu MP banka og sérhæfir það sig í rekstri fasteignasafna. Sjávarsíða er í eigu ALMC sem áður hét Straumur fjárfestingarbanki.

Örn Kjartansson er framkvæmdastjóri FÍ fasteignafélags.

Haft er eftir honum í tilkynningu að það sé einstaklega ánægjulegt fyrir félagið að ganga frá kaupum á fasteigninni. Húsið sé afar vel staðsett og hentugt til skrifstofureksturs enda hafi Borgartúnið dregið til sín mörg öflug fyrirtæki á undanförnum árum. Á meðal leigutaka í Borgartúni 25 eru Straumur fjárfestingarbanki, Vörður tryggingarfélag, Almenni lífeyrissjóðurinn og Microsoft.

Árétting

Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Straumur fjárfestingarbanki hafi verið eigandi Sjávarsíðu. Bankinn stofnaði félagið á sínum tíma. Það tilheyrði undir það síðasta eignaumsýslufélaginu ALMC, félagi kröfuhafa bankans.