Rekstur Umtaks, félags sem allar fasteignir olíuverslunar N1 eru skráðar á, skilaði 17,6 milljarða króna tapi í fyrra. Þetta er skellur á milli ára en félagið skilaði 464 milljóna króna tapi árið 2009.

Skuldir hafa um nokkurra ára skeið sligað félagið. Þær voru í erlendri mynt og námu 25,4 milljörðum króna í árslok 2009 og voru þær á gjalddaga í fyrra. Áfallnir vextir námu rétt tæpum 200 milljónum króna.

Nánar um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.