*

mánudagur, 10. ágúst 2020
Innlent 17. ágúst 2018 11:01

Fasteignafélög hækka eftir uppgjör Regins

Reginn hefur hækkað um rúm 5% í dag, Reitir um 3,4% og Eik um 2,6%, eftir birtingu jákvæðs árshlutauppgjörs Regins í gær.

Ritstjórn
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfaverð fasteignafélagsins Regins hefur hækkað um rúm 5% það sem af er degi í rúmlega 200 milljón króna viðskiptum, en félagið birti í gær árshlutauppgjör sem sýndi aukin umsvif eftir kaup félagsins á tveimur fasteignafélögum, sem eiga meðal annars Höfðaturn og Borgartún 8-16.

Auk Regins hafa hin tvö stóru fasteignafélögin, Reitir og Eik, hækkað í dag, Reitir um 3,4% í 275 milljón króna viðskiptum, og Eik um 2,6% í rúmlega 150 milljón króna viðskiptum.

Öll önnur félög hafa lækkað í kauphöllinni, en þó flest mjög hóflega, aðeins Icelandair, sem lækkað hefur um 2,6%, hefur lækkað að ráði yfir 1%.

Stikkorð: Reginn Reitir Eik