*

þriðjudagur, 28. september 2021
Innlent 14. apríl 2021 16:15

Fasteignafélög leiddu hækkanir

Gengi hlutabréfa Reita hækkaði um tæp 4% og Regins um tæp 2%. Gengi Icelandair og Arion banka lækkaði mest.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Nokkuð grænt var yfir aðalmarkaði Kauphallar Nasdaq á Íslandi en þrátt fyrir það lækkaði gengi úrvalsvísitölunnar OMXI10 um 0,49% og stendur í kjölfarið í 2.954,03 stigum. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 5,5 milljörðum króna.

Gengi hlutabréfa Reita hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 3,68% í 799 milljóna króna veltu. Næstmest hækkaði gengi annars fasteignafélags, Regins, um 1,84% í 506 milljóna króna veltu.

Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði mest á nýloknum viðskiptadegi, eða um 2,1% í 133 milljóna króna veltu. Á hæla flugfélagsins fylgdi svo Arion banki með 1,6% lækkun, en langmest velta var með bréf bankans, alls tæplega 1,2 milljarðar króna.

Stikkorð: Arion banki Kauphöll Icelandair Reginn Nasdaq Reitir