Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,24% í dag og endaði hún í 1.700,34 stigum. Viðskiptin á hlutabréfamarkaði námu 3 milljörðum króna.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,04% í 7 milljarða viðskiptum og stóð hún í 1.249,05 stigum í lok viðskipta. Mest hækkun var á verði bréfa Nýherja, eða 1,40% í 131 milljón króna viðskiptum. Fæst hvert bréf félagsins nú á 21,70 krónur.

Næst mest hækkuðu bréf Eimskipafélagsins, eða um 1,28% í tæplega 102 milljón króna viðskiptum. Hvert bréf félagsins fæst nú á 316,00 krónur.

Mest lækkun var á bréfum Regins, eða um 1,33% í 307 milljón króna viðskiptum. Hvert bréf félagsins er nú verðlagt á 26,00 krónur.

Einnig lækkuðu bréf Reita fasteignafélags töluvert eða um 1,34% í 498 milljón króna viðskiptum og er nú hvert bréf félagsins verðlagt á 91,95 krónur.