Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,24% í tæpum 5,4 milljarða viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.705,25 stigum. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði einnig um 0,12% í tæplega 6 milljarða viðskiptum og fór hún upp í 1.354,78 stig.

Aðeins tvö félög lækkaði í virði í kauphöllinni í dag en það voru Icelandair sem lækkaði um 0,63% niður í 15,85 krónur og Fjarskipti sem lækkuðu um 0,73% niður í 67,90 krónur.

Mest voru viðskipti með bréf VÍS en þau námu um 1,6 milljarði en félagið hækkaði um 1,77% í viðskiptum dagsins.

Fasteignafélögin Reginn og Reitir hækkuðu  hins vegar mest í virði í kauphöllinni í dag, Reginn um 3,80%. Gengi bréfa Regins standa því nú í 25,95 krónum eftir 424 milljón króna viðskipti.

Reitir hækkaðu hins vegar um 3,65%, í 517 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfanna er nú 88,10 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 1,3% í dag í 4,1 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,1% í dag í 5,2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,7 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 4,5 milljarða viðskiptum.