*

fimmtudagur, 24. september 2020
Innlent 12. maí 2020 16:40

Fasteignafélögin hækka mest

Tveggja milljarða króna viðskipti í kauphöllinni í dag, en Reitir hækkaði mest. Icelandair heldur áfram að falla.

Ritstjórn

Fasteignafélögin hækkuðu mest í kauphöll Nasdaq í dag. Reitir hækkaði mest um 6,85% í 98 milljóna króna viðskiptum og stendur nú í 53,00 eftir fjórðungsuppgjör félagsins. Eik hækkaði næstmest um 5,22% í 147 milljóna króna viðskiptum og Reginn hækkaði um 4,46% í 101 milljóna króna viðskiptum. Enginn viðskipti áttu sér stað með bréf Heimavalla. 

Mestu viðskiptin áttu sér stað með bréf Marel sem hækkuðu um 3,04% og stendur nú í 645 krónum á hlut eftir 632 milljóna króna viðskipti. Bréf Marel stóðu hæst í 648 krónum þann 17. janúar og hafa því náð sér að nýju eftir erfiðleika af völdum COVID19. 

Næst mestu viðskiptin áttu sér stað með bréf Símans sem hækkuðu um 0,17% í 345 milljóna króna viðskiptum. 310 milljóna króna viðskipti áttu sér stað með bréf Sjóvá sem hækkuðu um 2,14% í þriðju mestu viðskiptum dagsins. 

Aðeins þrjú fyrirtæki lækkuðu í dag. Bréf Icelandair féllu um 4,38% í 14 milljóna króna viðskiptum og standa nú í 1,53 krónum á hlut. Bréf Brim lækkuðu um 2,44% í 6 milljóna króna viðskiptum og bréf Sýnar lækkuðu um 0,54% í þriggja milljóna króna viðskiptum. 

Stikkorð: Marel Icelandair Reginn Reitir Eik