Mikið var um hækkanir á markaði í dag. Eins og VB.is greindi frá fyrr í dag voru miklar hækkanir á gengi fasteignafélaganna. Hækkanirnar koma í kjölfar þess að Capacent birti verðmatsskýrslu um félögin þar sem gengi allra félaga er metið nokkru hærra en skráð gengi í kauphöll. Velta með bréf Regins nam 129 milljónum, með bréf reita 170 milljónir og með bréf Eikar nam 269 milljónum.

Reginn hækkaði mest á markaði í dag eða um 3,03%, Eik um 2,39%, Hagar um 1,37%, Reitir um 1,1%, TM um 1,04%, Eimskip um 0,93%, Sjóvá um 0,39% og Vís um 0,38%. Aðeins eitt félag lækkaði á markaði í dag, það var HB Grandi um 1,34%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,26% og stóð lokagildi hennar í 1,456.4 stigum. Hún hefur hækkað um 11,1% frá áramótum.

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,04% og var lokagildi hennar 130,3 stig. Skuldabréfavísitalan lækkaði um 0,06% og var lokagildi hennar 271,2 stig, loks hækkaði Hlutabréfavísitalan um 0,33% og mældist 302 í lokastigi.