Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,02% í 2,1 milljarða viðskiptum og fór hún í 1.768,48 stig. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði hins vegar meira, eða um 0,03% í 1,7 milljarða viðskiptum og fór hún í 1.359,59 stig.

Mest hækkun var á gengi bréfa Reginn hf., eða um 1,90% upp í 26,75 krónur í 131 milljóna króna viðskiptum. Næst mest hækkun var á gengi bréfa Reita fasteignafélags, eða um 1,21% í 110 milljóna króna viðskiptum og fæst hvert bréf félagsins nú á 92,00 krónur.

Þriðja fasteignafélagið í kauphöllinni, Eik fasteignafélag, naut þriðju mestu hækkunar á gengi sinna bréfa í kauphöllinni. Hækkuðu bréf félagsins um 0,47% í 130 milljón króna viðskiptum og standa þau nú í 10,69 krónum hvert bréf.

Mest lækkun var svo á gengi bréfa Icelandair, eða um 1,22% í 431 milljón króna viðskiptum, en jafnframt voru mestu viðskiptin með bréf félagsins. Fór gengi bréfanna niður í 16,20 krónur.

Næst mest lækkun var á gengi bréfa Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, sem lækkaði um 0,79% í 35 milljón króna viðskiptum og fór gengi bréfanna í 69,15 stig.